Innlent

Dæmdur maður gengur laus

Gissur Sigurðsson skrifar
MYND/Valli

Gæsluvarðhald yfir manni sem héraðsdómur dæmdi í síðustu viku til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að stinga fyrrverandi unnustu sína, var ekki framlengt eftir að dómur féll, og gengur maðurinn nú laus. Lögreglan á Húsavík segist í samtali við Vísi hafa áhyggjur af málinu enda hafi maðurinn verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps og ákærður fyrir mörg önnur ofbeldisverk, sem hann var sýknaður af.

Í ljósi sýknu fyrir þau tók ríkisssaksóknari sér fjögurra vikna frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar en gæsluvarðahald yfir manninum var hins vegar ekki framlengt á meðan. Ákæruliðirnir sem héraðsdómur sýknaði mannin af eru að hafa stungið mann í heimahúsi á Húsavík eftir að eldur var kominn upp í húsinu. Þá kastaði hann logandi efni í konuna, sem hann hafði stungið, með þeim afleiðingum að hún brenndist mikið. Einnig að hafa ekki kallað eftir aðstoð við að koma konunni út úr brennandi húsinu og fyrir að hafa ógnað lögreglumönnum með hnífi þegar þeir komu konunni til hjálpar. Loks er hann ákærður fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi unnustu sína á heimili hennar í fyrravor, hellt yfir hana bensíni og hótað að kveikja í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×