Viðskipti erlent

Gallaðar rafhlöður í MacBook

Bandaríski tækniframleiðandinn Apple tilkynnti á föstudaginn að rafhlöður í sumum MacBook og MacBook Pro fartölvum sínum væru gallaðar. Þeir segja þó að engin hætta stafi að því að nota rafhlöðurnar áfram. Einn af göllunum sem að um ræðir er að rafhlaðan hleðst ekki þegar að tölvunni er stungið í samband.

Rafhlöðurnar sem að um ræðir eru í MacBook og MacBook Pro fartölvum sem að seldar voru frá því í febrúar 2006 til apríl 2007.

Fyrirtækið hefur sent frá sér hugbúnaðaruppfærslu sem á að laga vandamálið. Samkvæmt Reuters geta notendur sem að keyptu fartölvu með gallaðri rafhlöðu geta fengið nýja ef hún er enn til ama eftir uppfærsluna. Gildir þetta þó tölvan sé fallin úr ábyrgð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×