Innlent

Hjálmlaus börn send gangandi heim

Samkvæmt lögum er börnum undir 15 ára aldri skylt að hafa hjálm á reiðhjólum.
Samkvæmt lögum er börnum undir 15 ára aldri skylt að hafa hjálm á reiðhjólum. MYND/Getty Images

Lögreglumenn á Vestfjörðum hafa undanfarið fylgst með hjálmanotkun barna á reiðhjólum. Í umferðarlögum er börnum yngri en 15 ára skylt að nota hjálma við hjólreiðar. Nokkur börn hafa verið send gangandi heim til að sækja hjálminn í fylgd með lögreglu, sem ræddi síðan við barnið og forráðamenn þess um hjálmaskylduna.

Á laugardag var lögreglu tilkynnt um þjófnað á tækjum og búnaði í Vatnsdalsá í Vatnsvirði á Barðaströnd. Járnmastur sem boltað hafði verið í klett var tekið ásamt tölvubúnaði og sólarsellu. Lögregla hefur ekki haft upp á þjófunum.

Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum í síðustu viku. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á 116 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá fór bifreið út af veginum í Mjóafirði í Barðastrandarsýslu á sunnudeginum, en ekki urðu slys á fólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×