Viðskipti erlent

Stærsta þráðlausa net Evrópu

Fjármálahverfi London er orðið að stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu. 350.000 Lundúnabúar sækja vinnu í „The Square Mile" fjármálahverfinu í Lundúnum dag hvern. Þeir geta nú verið í netsambandi hvar sem er innan hverfisins því í vikunni vígðu yfirvöld og Cloud information stærsta þráðlausa netsvæði Evrópu.

127 Wi-Fi sendar sem hanga neðan úr ljósastaurum og götuskiltum sjá um að halda jakkaklæddum lögfræðingum og verðbréfamiðlurum í netsambandi.

Ekki þarf að skrá sig inn í hvert skipti sem netið er notað, þess í stað er borgað mánaðargjald sem tryggir stöðugan aðgang um leið og kveikt er á tölvunni í leigubílnum eða á götuhorninu. Aðgangurinn kostar rúmar 1.500 krónur á mánuði sem ætti ekki að vera of mikill peningur fyrir milljónamennina í hverfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×