Foreldrar bannaðir í unglingahóp 29. apríl 2007 18:59 Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. Eftir tíu ára starf njóta nú 137 fjölskyldur stuðnings og starfs félagsins. Freyja Haraldsdóttir stendur að stofnun unglingahópsins. Hún fékk hugmyndina í Bandaríkjunum og segir markmiðið að hittast og fræðast um ýmsa hluti, því unglingarnir vilji vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og allir aðrir. Hún segir mörg þeirra hafa verið mikið með foreldrum sínum, en þau þurfi sitt svigrúm sem unglingar til að ræða hluti án þeirra. Þess vegna séu foreldrar stranglega bannaðir. Lilja Björt Baldvinsdóttir veiktist tíu mánaða gömul þegar hún fékk sýkingu í blóðið. Hún er að hluta bundin við hjólastól, en getur á stundum gengið án stuðnings. Móðir hennar Kristín Jóna Grétarsdóttir segir að Einstök börn séu nauðsynleg og samkomur á þess vegum veiti börnunum mikla gleði. Þá séu samkomurnar góðar fyrir aðstandendur, sérstaklega fyrir börnin því það sé erfitt að eiga langveikt systkyni.Sædís Björk Þórðardóttir er formaður samtakanna. Hún segir samtökin skipta gríðarlega miklu máli fyrir styrk og stuðning fyrir aðstanendur.Unglingahópur samtakanna fékk myndarlegan fjárstuðning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands í gær og frá sjöunda bekk Ártúnsskóla. Og Freyja lítur á það sem forréttindi að lifa með sjúkdóm, það veiti aðra sýn á lífið. Oft komi líka upp spaugilegir hlutir eins og spurningar barna um ástand hennar. Af hverju hún sé svona lítil og hvar hún geymi fæturnar. Börnin vilji fræðast um margbreytileika mannlífsins. Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira
Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. Eftir tíu ára starf njóta nú 137 fjölskyldur stuðnings og starfs félagsins. Freyja Haraldsdóttir stendur að stofnun unglingahópsins. Hún fékk hugmyndina í Bandaríkjunum og segir markmiðið að hittast og fræðast um ýmsa hluti, því unglingarnir vilji vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og allir aðrir. Hún segir mörg þeirra hafa verið mikið með foreldrum sínum, en þau þurfi sitt svigrúm sem unglingar til að ræða hluti án þeirra. Þess vegna séu foreldrar stranglega bannaðir. Lilja Björt Baldvinsdóttir veiktist tíu mánaða gömul þegar hún fékk sýkingu í blóðið. Hún er að hluta bundin við hjólastól, en getur á stundum gengið án stuðnings. Móðir hennar Kristín Jóna Grétarsdóttir segir að Einstök börn séu nauðsynleg og samkomur á þess vegum veiti börnunum mikla gleði. Þá séu samkomurnar góðar fyrir aðstandendur, sérstaklega fyrir börnin því það sé erfitt að eiga langveikt systkyni.Sædís Björk Þórðardóttir er formaður samtakanna. Hún segir samtökin skipta gríðarlega miklu máli fyrir styrk og stuðning fyrir aðstanendur.Unglingahópur samtakanna fékk myndarlegan fjárstuðning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands í gær og frá sjöunda bekk Ártúnsskóla. Og Freyja lítur á það sem forréttindi að lifa með sjúkdóm, það veiti aðra sýn á lífið. Oft komi líka upp spaugilegir hlutir eins og spurningar barna um ástand hennar. Af hverju hún sé svona lítil og hvar hún geymi fæturnar. Börnin vilji fræðast um margbreytileika mannlífsins.
Innlent Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Sjá meira