Innlent

Flugslysaæfing á Sauðárkróki

Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í æfingunni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur þátt í æfingunni.

Rétt uppúr klukkan 13 hófst flugslysaæfing á Sauðárkróksflugvelli. Æfingin fer fram á vettvangi á Sauðárkróki og er líkt eftir flutningi slasaðra með loftbrú á sjúkrahús. Líkt er eftir slysi tuttugu og átta farþega og tveggja áhafnarmeðlima.

Samhæfingarstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð tekur einnig þátt í æfingunni. Búið er að kalla út björgunarfólk víðsvegar af landinu og þyrla gæslunnar fór norður.

Unnið er eftir flugslysaáætlun Sauðárkróksflugvallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×