Innlent

Kostnaður við endurbætur margfaldast

Kostnaður við endurbætur á Grímseyjarferju verður margfalt meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Klúður segir þingmaður í samgöngunefnd alþingis sem telur að ódýrara hefði verið að kaupa nýtt skip.

Fyrir nokkrum árum auglýsti Vegagerðin útboð fyrir nýja Grímseyjarferju. Ákveðið var að kaupa notað skip frá Bretlandi og endurbyggja það. En með því keypti Vegagerðin köttinn í sekknum segir Kristján Möller nefndarmaður í samgöngunefnd.

Kostnaður við endurbæturnar hefur blásið upp miðað við það sem fyrihugað var. Og hefði verið ódýrara, betra og mun fljótlegra að kaupa nýtt skip að sögn hans. Grímseyingar gjalda helst fyrir þetta auk ríkissjóðs að sögn þingmannsis og hann segir bara eitt orð yfir málið í heild sinni. Hvorki fengust svör hjá Ríkiskaupum né Vegagerðinni um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×