Viðskipti erlent

Hráolíuverð hækkaði lítillega

Olíuborpallur.
Olíuborpallur.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og í gær eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að olíubirgðir landsins hefðu dregist saman á milli vikna. Þetta er ellefta vikan í röð sem birgðirnar minnka vestanhafs.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í júní, hækkaði um 6 sent og fór í 65,90 dali á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði um 3 sent á sama tíma og fór í 68,60 dali á tunnu.

Í vikulegri skýrslu orkumálaráðuneytisins, sem kemur út síðdegis á miðvikudögum, kemur fram að eldsneytisbirgðir Bandaríkjanna drógust saman um 2,8 milljónir tunna á milli vikna. Það er langt umfram væntingar en gert hafði verið fyrir samdrætti upp á hálfa milljón tunna á milli vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×