Viðskipti erlent

Hraðamet internetsins slegið

Hópur rannsóknarmanna undir stjórn Háskólans í Tókýo hafa slegið hraðamet internetsins tvisvar á tveimur dögum Stjórnendur háhraða Internet2 netsins tilkynntu á þriðjudaginn að þeir hefðu hinn 30. desember sent gögn á hraðanum 7.67 gígabit á sekúndu, með venjulegum samskiptareglum.

Daginn eftir slógu þeir svo metið aftur með breyttum samskiptareglum og náðu með þeim hraðanum 9.08 Gbps . Gögnin fóru rúmlega 30.000 km. leið frá Tokyo til Chicago, Amsterdam, Seattle og svo aftur til Tokyo.

Líklegt þykir að þetta verði síðasta hraðamet þessa nets. Vegna þess að til þess að nýtt met sé tekið gilt þarf það að vera 10 prósentum hraðara en fyrra met. Þyrfti það að vera á hraðanum 10 Gbps, sem eru fræðileg takmörk Internet2 netsins.

Hinsvegar eru samtökin sem standa að Internet2 að skipuleggja byggingu á neti með hraðatakmörkin 100 Gbps. Með þeirri tíföldu stækkun myndi t.d. taka nokkrar sekúndur að senda hágæða útgáfu af bíómynd í stað hálfrar mínútu með Internet2.

Internet2 netið er rekið í sameiningu af 200 bandarískum háskólum. Tilkynnt var um metið á vorfundi Internet2 samtakanna sem að lauk í dag í Arlington í Virginíu.

Heimasíða Internet2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×