Ósamræmi í þjóðhagsspám fjármálaráðuneytis og Seðlabanka 24. apríl 2007 18:30 Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill. Kosningar 2007 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Töluvert ósamræmi er í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins og í spám Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum. Seðlabankinn er svartsýnni á efnahagshorfur en fjármálaráðuneytið, sem spáir því að verðbólga lækki hratt á næstu mánuðum og að verulega dragi úr viðskiptahalla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér þjóðhagsspá í dag þar sem segir að flest bendi til að hagkerfið sé að leita jafnvægis. Seðlabaninn sem sendi frá sér sína spá fyrir 26 dögum, þar sem margt er svipað og í þessari spá, en alls ekki á öllum sviðum. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir það vekja verulega athygli hvað spárnar eru ólíkar. Báðir aðilar geri ráð fyrir að tök náist á verðbólgunni og að stýrivextir verði áfram mjög háir, en að öðru leyti séu spárnar gerólíkar. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um áætlaðan hagvöxt og ráðstöfunartekjur heimilanna. Seðlabankinn geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur dragist saman um 5% á mann á næstu þremur árum en fjármálaráðuneytið geri ráð fyrir að ráðstöfunartekjur aukist um 10 % á sama tímabili. Þarna muni 16% sem sé gríðarlega mikill munur fyrir heimilin. Edda Rós telur að spá Seðlabankans sé heldur svartsýn en hins vegar sé líka erfitt að sjá hvað eigi að keyra áfram mikinn vöxt og kaupmáttaraukningu í spá fjármálaráðuneytisins. Bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti gera ráð fyrir auknu atvinnuleysi en Seðlabankinn þó öllu meira atvinnuleysi í lok spátímabilsins, eða 4,8 prósent á móti 3,4 prósentum hjá fjármálaráðuneytinu. Báðir aðilar spá líka áframhaldandi háum vöxtum eða 12 prósentum að meðaltali á næsta ári, jafnvel þótt verðbólga eigi að meðaltali að verða 3,6 prósent á þessu ári og verðbólgumarkmið Seðlabankans um 2,5 prósneta verðbólgu eigi að nást í lok árs. "Það sem er líka athyglivert er að báðir aðilar eru að spá miklum halla á ríkissjóði árið 2009 og það kemur eiginlega meira á óvart í spá fjármálaráðuneytisins vegna þess að þar er svo mikill vöxtur," segir Edda Rós. Þannig að það sé í raun engin þörf á að ríkissjóður sé að spýta í þegar hagvöxtur sé svona mikill.
Kosningar 2007 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira