Innlent

Pétur Pétursson þulur látinn

MYND/Páll Bergmann

Pétur Pétursson fyrrverandi þulur á Ríkisútvarpinu lést í gær. Hann varð 88 ára. Hann hóf störf sem þulur hjá Útvarpinu árið 1941 og starfaði þar samfleytt til ársins 1955. Eftir 15 ára hlé hóf hann aftur störf hjá RUV og starfaði þar meðan aldur leyfði.

Á fréttavef RUV kemur fram að Pétur hafi stundað nám í Svíþjóð og á Bretlandi á fjórða áratugnum.

Áður en hann hóf störf hjá RUV starfaði hann við verslunarrekstur í Reykjavík. Á árunum 1955 til 1970 sá hann um komu fjölmargra erlendra skemmtikrafta til landsins.

Eiginkona Péturs, Birna Jónsdóttir, lést fyrir fjórum árum. Dóttir þeirra er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir þula.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×