Vilja stýrimannanám til Vestmannaeyja Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 23. apríl 2007 15:20 Frá höfninni í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. Nú horfi til þess að innan skamms verði erfitt að manna skipstjórnarstöður, þrátt fyrir að þær séu hátekjustöður. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins. Sigurgeir B. Kristgeirsson formaður þess segir heilmikla eftirspurn eftir náminu í Eyjum. Bæði sé húsnæði ódýrara auk þess sem auðveldara aðgengi sé að lausaróðrum meðfram námi. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans segist vera mjög jákvæður gagnvart samvinnunni. Hann segir málið á byrjunarstigi, nú sé verið að ræða útfærsluna. Líklega verði um að ræða fjarnám að hluta. Svipuð samvinna er nú á vélstjórnarsviði skólans við framhaldsskólann í Höfn og á Grundarfirði. Elliði hefur rætt hugmyndina við menntamálaráðherra og fjölmarga aðra aðila og segir undirtektir undantekningarlaust góðar. Nálægð við sjávarútvegiinn í þessu öflugasta sjávarútvegsplássi á landinu geri staðsetninguna ákjósanlega. Samþætting atvinnulífs og menntunar sé mjög nauðsynleg. Heimir Karlsson nemandi á stýrimannabraut í Fjöltækniskólanum segir að rúmlega 80 prósent nemenda séu af landsbyggðinni. Hann segir að hann hefði valið námið í Vestmannaeyjum ef það hefði staðið til boða. Ein aðal ástæðan hefði verið möguleikinn á atvinnu með náminu. Elliði segir að verði hugmyndin að veruleika muni námið hefjast strax næsta haust. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. Nú horfi til þess að innan skamms verði erfitt að manna skipstjórnarstöður, þrátt fyrir að þær séu hátekjustöður. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins. Sigurgeir B. Kristgeirsson formaður þess segir heilmikla eftirspurn eftir náminu í Eyjum. Bæði sé húsnæði ódýrara auk þess sem auðveldara aðgengi sé að lausaróðrum meðfram námi. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans segist vera mjög jákvæður gagnvart samvinnunni. Hann segir málið á byrjunarstigi, nú sé verið að ræða útfærsluna. Líklega verði um að ræða fjarnám að hluta. Svipuð samvinna er nú á vélstjórnarsviði skólans við framhaldsskólann í Höfn og á Grundarfirði. Elliði hefur rætt hugmyndina við menntamálaráðherra og fjölmarga aðra aðila og segir undirtektir undantekningarlaust góðar. Nálægð við sjávarútvegiinn í þessu öflugasta sjávarútvegsplássi á landinu geri staðsetninguna ákjósanlega. Samþætting atvinnulífs og menntunar sé mjög nauðsynleg. Heimir Karlsson nemandi á stýrimannabraut í Fjöltækniskólanum segir að rúmlega 80 prósent nemenda séu af landsbyggðinni. Hann segir að hann hefði valið námið í Vestmannaeyjum ef það hefði staðið til boða. Ein aðal ástæðan hefði verið möguleikinn á atvinnu með náminu. Elliði segir að verði hugmyndin að veruleika muni námið hefjast strax næsta haust.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira