Viðskipti erlent

Fjórða öryggisuppfærsla Apple á árinu

Apple sendi frá sér stóra öryggisuppfærslu á fimmtudaginn fyrir notendur Mac OS X. Uppfærslan á að laga 25 veikleika í stýrikerfinu. Mikilvægustu veikleikarnir sem var verið að laga gætu gefið tölvuþrjótum full yfirráð yfir tölvunni.

Þetta er fjórða uppfærsla Apple á þessu ári. Í mars sendu tölvuframleiðandinn frá sér uppfærslu til að laga 45 veikleika í stýrikerfinu. Á fyrstu fjórum mánuðum síðasta árs höfðu þeir aðeins sent frá sér tvær uppfærslur.

Rob Ayoub, yfirmaður hjá greiningarfyrirtækinu Frost & Sullivan

sagði við heimasíðuna MacNewsWorld að það hefði verið mikið um

uppfærslur og pressu á Apple síðasta ár. Þetta sýndi tvo hluti. Að

vinsældir Apple tölvanna væru að aukast. Og að þeir væru farnir að

taka harðar á öryggismálum hjá sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×