Ummæli leikmanna KR eftir sigurinn á Njarðvík 16. apríl 2007 23:31 Mynd/Vilhelm Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Stuðningsmennirnir stórkostlegir "Ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Þessi úrslitakeppni er búin að vera ótrúleg og við höfum náð að koma til baka í leik eftir leik þar sem við höfum verið undir í hverri einustu seríu og stuðningsmennirnir hafa verið alveg stórkostlegir."Brynjar Björnsson: Losers go home -hvað annað? "Þessi úrslitakeppni er búin að vera rosaleg. Þetta getur ekki verið betra. Við erum búnir að sýna svona svakalegan karakter alla úrslitakeppninna. Vá, hvað þetta er ljúft. Njarðvíkingarnir fóru ekkert á taugum, við vorum bara betri. Nú förum við bara og skemmtum okkur með þessum frábæru áhorfendum sem voru mættir hérna klukkutíma fyrir leik. Þeir eru rosalegir og þetta gerist ekki betra. Ég vil bara bæta því við sem ég sagði eftir Snæfells-leikina - Losers go home."Einar Bollason, stuðningsmaður: Benedikt bestur. "KR hjartað klikkar aldrei og það er ekki búið fyrr en það er búið. Það versta við þetta er að ég held að þetta lið sé svo sterkt og eigi eftir að vinna svo marga titla að ég held bara að menn eigi eftir að gleyma okkur þessum gömlu. Þetta er stórkostlegt lið með besta þjálfara sem ég hef séð í mörg ár. Benedikt vann þetta einvígi tvímannalaust og svo erum við með stuðningsmenn sem ekkert annað lið á Íslandi getur státað af. Þeir gáfust aldrei upp."Darri Hilmarsson: Þeir voru þreyttir "Við trúðum þessu allan tímann. Þeir voru orðnir þreyttir af því við djöfluðumst í þeim allan tímann. Ég veit ekki um aðra eins stuðningsmenn og við eigum hérna og það er þeim að þakka að við unnum þetta. Svo erum við með besta þjálfarann í deildinni." Baldur Ólafsson: Gripinn úr steikinni "Ég var bara í steikinni á föstudaginn langa og svo er maður bara kominn hérna út á gólf að taka þátt í þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Ég var bara í gæslunni hérna í fimmta leiknum á móti snæfelli og nú er maður kominn með titilinn hérna úti á gólfi. Þessi lið eru bæði frábær, en það er rosalegur karakter í okkar liði." Tyson Patterson: Ætlar að koma aftur næsta vetur Njarðvík er með frábært lið eins og við en sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld. Við náðum að stýra hraðanum, spila vörn og svo skilaði baráttan okkur sigri. Við trúðum því þegar við fórum í framlengingu að leikurinn væri að snúast okkur í hag," sagði Patterson og bætti því við að hann ætti von á því að vera áfram hjá KR næsta vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Stuðningsmennirnir stórkostlegir "Ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Þessi úrslitakeppni er búin að vera ótrúleg og við höfum náð að koma til baka í leik eftir leik þar sem við höfum verið undir í hverri einustu seríu og stuðningsmennirnir hafa verið alveg stórkostlegir."Brynjar Björnsson: Losers go home -hvað annað? "Þessi úrslitakeppni er búin að vera rosaleg. Þetta getur ekki verið betra. Við erum búnir að sýna svona svakalegan karakter alla úrslitakeppninna. Vá, hvað þetta er ljúft. Njarðvíkingarnir fóru ekkert á taugum, við vorum bara betri. Nú förum við bara og skemmtum okkur með þessum frábæru áhorfendum sem voru mættir hérna klukkutíma fyrir leik. Þeir eru rosalegir og þetta gerist ekki betra. Ég vil bara bæta því við sem ég sagði eftir Snæfells-leikina - Losers go home."Einar Bollason, stuðningsmaður: Benedikt bestur. "KR hjartað klikkar aldrei og það er ekki búið fyrr en það er búið. Það versta við þetta er að ég held að þetta lið sé svo sterkt og eigi eftir að vinna svo marga titla að ég held bara að menn eigi eftir að gleyma okkur þessum gömlu. Þetta er stórkostlegt lið með besta þjálfara sem ég hef séð í mörg ár. Benedikt vann þetta einvígi tvímannalaust og svo erum við með stuðningsmenn sem ekkert annað lið á Íslandi getur státað af. Þeir gáfust aldrei upp."Darri Hilmarsson: Þeir voru þreyttir "Við trúðum þessu allan tímann. Þeir voru orðnir þreyttir af því við djöfluðumst í þeim allan tímann. Ég veit ekki um aðra eins stuðningsmenn og við eigum hérna og það er þeim að þakka að við unnum þetta. Svo erum við með besta þjálfarann í deildinni." Baldur Ólafsson: Gripinn úr steikinni "Ég var bara í steikinni á föstudaginn langa og svo er maður bara kominn hérna út á gólf að taka þátt í þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Ég var bara í gæslunni hérna í fimmta leiknum á móti snæfelli og nú er maður kominn með titilinn hérna úti á gólfi. Þessi lið eru bæði frábær, en það er rosalegur karakter í okkar liði." Tyson Patterson: Ætlar að koma aftur næsta vetur Njarðvík er með frábært lið eins og við en sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld. Við náðum að stýra hraðanum, spila vörn og svo skilaði baráttan okkur sigri. Við trúðum því þegar við fórum í framlengingu að leikurinn væri að snúast okkur í hag," sagði Patterson og bætti því við að hann ætti von á því að vera áfram hjá KR næsta vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum