Ummæli leikmanna KR eftir sigurinn á Njarðvík 16. apríl 2007 23:31 Mynd/Vilhelm Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Stuðningsmennirnir stórkostlegir "Ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Þessi úrslitakeppni er búin að vera ótrúleg og við höfum náð að koma til baka í leik eftir leik þar sem við höfum verið undir í hverri einustu seríu og stuðningsmennirnir hafa verið alveg stórkostlegir."Brynjar Björnsson: Losers go home -hvað annað? "Þessi úrslitakeppni er búin að vera rosaleg. Þetta getur ekki verið betra. Við erum búnir að sýna svona svakalegan karakter alla úrslitakeppninna. Vá, hvað þetta er ljúft. Njarðvíkingarnir fóru ekkert á taugum, við vorum bara betri. Nú förum við bara og skemmtum okkur með þessum frábæru áhorfendum sem voru mættir hérna klukkutíma fyrir leik. Þeir eru rosalegir og þetta gerist ekki betra. Ég vil bara bæta því við sem ég sagði eftir Snæfells-leikina - Losers go home."Einar Bollason, stuðningsmaður: Benedikt bestur. "KR hjartað klikkar aldrei og það er ekki búið fyrr en það er búið. Það versta við þetta er að ég held að þetta lið sé svo sterkt og eigi eftir að vinna svo marga titla að ég held bara að menn eigi eftir að gleyma okkur þessum gömlu. Þetta er stórkostlegt lið með besta þjálfara sem ég hef séð í mörg ár. Benedikt vann þetta einvígi tvímannalaust og svo erum við með stuðningsmenn sem ekkert annað lið á Íslandi getur státað af. Þeir gáfust aldrei upp."Darri Hilmarsson: Þeir voru þreyttir "Við trúðum þessu allan tímann. Þeir voru orðnir þreyttir af því við djöfluðumst í þeim allan tímann. Ég veit ekki um aðra eins stuðningsmenn og við eigum hérna og það er þeim að þakka að við unnum þetta. Svo erum við með besta þjálfarann í deildinni." Baldur Ólafsson: Gripinn úr steikinni "Ég var bara í steikinni á föstudaginn langa og svo er maður bara kominn hérna út á gólf að taka þátt í þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Ég var bara í gæslunni hérna í fimmta leiknum á móti snæfelli og nú er maður kominn með titilinn hérna úti á gólfi. Þessi lið eru bæði frábær, en það er rosalegur karakter í okkar liði." Tyson Patterson: Ætlar að koma aftur næsta vetur Njarðvík er með frábært lið eins og við en sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld. Við náðum að stýra hraðanum, spila vörn og svo skilaði baráttan okkur sigri. Við trúðum því þegar við fórum í framlengingu að leikurinn væri að snúast okkur í hag," sagði Patterson og bætti því við að hann ætti von á því að vera áfram hjá KR næsta vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Stuðningsmennirnir stórkostlegir "Ég hef nú bara aldrei lent í öðru eins. Þessi úrslitakeppni er búin að vera ótrúleg og við höfum náð að koma til baka í leik eftir leik þar sem við höfum verið undir í hverri einustu seríu og stuðningsmennirnir hafa verið alveg stórkostlegir."Brynjar Björnsson: Losers go home -hvað annað? "Þessi úrslitakeppni er búin að vera rosaleg. Þetta getur ekki verið betra. Við erum búnir að sýna svona svakalegan karakter alla úrslitakeppninna. Vá, hvað þetta er ljúft. Njarðvíkingarnir fóru ekkert á taugum, við vorum bara betri. Nú förum við bara og skemmtum okkur með þessum frábæru áhorfendum sem voru mættir hérna klukkutíma fyrir leik. Þeir eru rosalegir og þetta gerist ekki betra. Ég vil bara bæta því við sem ég sagði eftir Snæfells-leikina - Losers go home."Einar Bollason, stuðningsmaður: Benedikt bestur. "KR hjartað klikkar aldrei og það er ekki búið fyrr en það er búið. Það versta við þetta er að ég held að þetta lið sé svo sterkt og eigi eftir að vinna svo marga titla að ég held bara að menn eigi eftir að gleyma okkur þessum gömlu. Þetta er stórkostlegt lið með besta þjálfara sem ég hef séð í mörg ár. Benedikt vann þetta einvígi tvímannalaust og svo erum við með stuðningsmenn sem ekkert annað lið á Íslandi getur státað af. Þeir gáfust aldrei upp."Darri Hilmarsson: Þeir voru þreyttir "Við trúðum þessu allan tímann. Þeir voru orðnir þreyttir af því við djöfluðumst í þeim allan tímann. Ég veit ekki um aðra eins stuðningsmenn og við eigum hérna og það er þeim að þakka að við unnum þetta. Svo erum við með besta þjálfarann í deildinni." Baldur Ólafsson: Gripinn úr steikinni "Ég var bara í steikinni á föstudaginn langa og svo er maður bara kominn hérna út á gólf að taka þátt í þessu. Þetta er alveg fáránlegt. Ég var bara í gæslunni hérna í fimmta leiknum á móti snæfelli og nú er maður kominn með titilinn hérna úti á gólfi. Þessi lið eru bæði frábær, en það er rosalegur karakter í okkar liði." Tyson Patterson: Ætlar að koma aftur næsta vetur Njarðvík er með frábært lið eins og við en sem betur fer datt þetta okkar megin í kvöld. Við náðum að stýra hraðanum, spila vörn og svo skilaði baráttan okkur sigri. Við trúðum því þegar við fórum í framlengingu að leikurinn væri að snúast okkur í hag," sagði Patterson og bætti því við að hann ætti von á því að vera áfram hjá KR næsta vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira