Sport

Hátt í 70 manns til þátttöku á Norðurlandamót

Fjölmennur hópur fimleikafólks lagði af stað í morgun á Norðurlandamót í áhaldafimleikum og hópfimleikum sem fram fer um helgina í Danmörku og Svíþjóð.

Alls eiga Íslendingar tíu fulltrúa á Norðurlandamóti unglinga í áhaldafimleikum sem fram fer í Kaupmannahöfn en nærri 60 manns fara hins vegar á Norðurlandamótið í hópfimleikum sem fram fer í Stokkhólmi. Þangað senda Grótta, Stjarnan-Björk og Gerpla fulltrúa. Þá eru einnig með í för þríor dómarar sem dæma munu á mótinu.

Fram kemur á vef Fimleikasambandsins að líklega hafi aldrei áður farið jafn fjölmennur íslenskur hópur af stað til keppni í fimleikum um sömu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×