Fjárfestar hættir við yfirtöku á Sainsbury 11. apríl 2007 14:40 Kæliborðið í einni af verslunum Sainsbury, þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands. Mynd/AFP Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. Sjóðirnir hækkuðu tilboð sitt úr 562 pensum á hlut í 582 pens í vikubyrjun auk ýmissa annarra loforða með það fyrir augum að auka líkurnar á því að veita viðskiptunum brautargengi. Sainsbury-fjölskyldan, sem fer með 18 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu verslanakeðju í Bretlandi, setti sig hins vegar upp á móti boðinu og sagðist ekki taka neitt tilboð til umfjöllunar sem væri undir 600 pensum á hlut. Eftir að nýja tilboðið var lagt fyrir fækkaði í fjárfestahópinum og stóð CVC Capital eitt eftir í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir tilkynningu fjárfestahópanna í dag að ekki sé útlit fyrir að stjórn Sainsbury muni vera fylgjandi yfirtökutilboði hópsins og því hafi hann ákveðið að draga sig í hlé. Samkvæmt nýjasta tilboði fjárfestahópsins í Sainsbury var verslanakeðjan metin á 10,1 milljarða punda, jafnvirði ríflega 1.300 milljarða íslenskra króna. Hefði verið gengið að yfirtökutilboðinu hefði salan á Sainsbury verið stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi. Gengi bréfa í Sainsbury lækkaði um þrjú prósent á markaði í Bretlandi eftir að greint var frá fréttunum þar í landi í dag og stendur nú í 522 pensum á hlut. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið lækkar en í gær lækkaði það um fjögur prósent eftir að tveir fjárfestahópar af þremur gengu frá borði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestahóparnir CVC Capital, Blackstone Group og TPG Capital, áður Texas Pacific Group, sendu frá sér sameiginlega tilkynningu fyrir stundu þar sem fram kemur að þeir hafi hætt við að gera yfirtökutilboð í breska stórmarkaðinn Sainsbury. Ekkert verður því úr stærstu fyrirtækjakaupum í Bretlandi. Sjóðirnir hækkuðu tilboð sitt úr 562 pensum á hlut í 582 pens í vikubyrjun auk ýmissa annarra loforða með það fyrir augum að auka líkurnar á því að veita viðskiptunum brautargengi. Sainsbury-fjölskyldan, sem fer með 18 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu verslanakeðju í Bretlandi, setti sig hins vegar upp á móti boðinu og sagðist ekki taka neitt tilboð til umfjöllunar sem væri undir 600 pensum á hlut. Eftir að nýja tilboðið var lagt fyrir fækkaði í fjárfestahópinum og stóð CVC Capital eitt eftir í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir tilkynningu fjárfestahópanna í dag að ekki sé útlit fyrir að stjórn Sainsbury muni vera fylgjandi yfirtökutilboði hópsins og því hafi hann ákveðið að draga sig í hlé. Samkvæmt nýjasta tilboði fjárfestahópsins í Sainsbury var verslanakeðjan metin á 10,1 milljarða punda, jafnvirði ríflega 1.300 milljarða íslenskra króna. Hefði verið gengið að yfirtökutilboðinu hefði salan á Sainsbury verið stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi. Gengi bréfa í Sainsbury lækkaði um þrjú prósent á markaði í Bretlandi eftir að greint var frá fréttunum þar í landi í dag og stendur nú í 522 pensum á hlut. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengið lækkar en í gær lækkaði það um fjögur prósent eftir að tveir fjárfestahópar af þremur gengu frá borði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira