Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Toshihiko Fukui, formaður bankaráðs japanska seðlabankans.
Toshihiko Fukui, formaður bankaráðs japanska seðlabankans. Mynd/AFP

Seðlabanki Japans ákvað í dag að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum í 0,5 prósentum. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem vextir eru óbreyttir sökum verðhjöðnunar þar í landi. Ákvörðunin er í takt við væntingar.

Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að 12 mánaða kjarnavísitala, sem er neysluverð að undanskildum ferskum matvörum, lækkaði um 0,1 prósent í febrúar. Sagði Toshihiko Fukui, formaður bankaráðsins, að verðlag muni hækka á ný á næstu mánuðum og gerir hann ráð fyrir hóflegum vexti í landinu sem muni einkennast af vaxandi útflutningi og aukinni fjárfestingu fyrirtækja.

Hefur greiningardeild upp úr Bloomberg, að búist sé við vaxtahækkunum á þessu ári og þá helst á þriðja eða fjórða ársfjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×