Tröllatroðsla Baldurs Ólafssonar (myndband) 10. apríl 2007 15:52 Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR. Dominos-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira