Tröllatroðsla Baldurs Ólafssonar (myndband) 10. apríl 2007 15:52 Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR. Dominos-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum