Viðskipti erlent

Yfirtaka á Puma í vændum

Merki Puma.
Merki Puma. Mynd/AFP

Franski smásölurisinn PPR, sem meðal annars á tískufyrirtækið Gucci hefur keypt 27 prósenta hlut í þýska íþróttavöruframleiðandanum Puma. Kaupverð er ekki gefið upp en markaðsverðmæti Puma liggur í um 5,3 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 479 milljörðum íslenskra króna.

Stjórn PPR sagði í kjölfarið að fyrirtækið muni hefja vinveitta yfirtöku á Puma þegar kaupin á 27 prósenta hlut í íþróttavöruframleiðandanum verða gengin í gegn.

Puma er þriðji umsvifamesti íþróttavöruframleiðandi í heimi og kemur fast á hæla Nike og Adidas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×