Mikil ábyrgð hvílir á dómendum Björn Gíslason skrifar 29. mars 2007 18:41 Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma. Baugsmálið Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Bæði settur saksóknari í Baugsmálinu og verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, lögðu á það áherslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að mikil ábyrgð hvíldi á dómendum í málinu en þó á misjöfnum forsendum. Aðalmeðferð í Baugsmálinu lauk í Héraðsdómi í dag. Rúmar sex vikur eru frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gekk inn í Héraðsdóm við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins og tekin var skýrsla af honum fyrstum sem sakborningi í málinu. Síðan þá hafa hinir sakborningarnir, Tryggvi Jónsson, og Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsmanna, verið yfirheyrðir ásamt á níunda tug vitna og munnlegur málflutningur hefur farið fram í þessari viku. Alls eru ákæruliðirnir í málinu átján og er Jón Ásgeir ákærður í 17 þeirra, Tryggvi í níu og Jón Gerald einu. Allir lýsa þeir yfir sakleysi sínu. Í héraðsdómi í dag lögðu verjendur bæði Jóns Ásgeirs og Tryggva áherslu á það að með minnstu sakfellingu myndi þeim vera meinað samkvæmt lögum að sinna þeim störfum sem þeir sinna núna í þrjú ár. Því væri engin smáákvörðun á ferðinni eins og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs orðaði það. Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sagði hins vegar að á dómnum hvíldi ábyrgð að gefa skýr skilaboð um hvað mætti í íslensku viðskiptalífi og hvað ekki. Með lok aðalmeðferðar í dag var málið lagt í dóm. Hann hefur samkvæmt lögum þrjár vikur til að komast að niðurstöðum en í ljósi þess hve umfangsmikið málið er, en málsskjölin eru sögð telja um 50 þúsund síður, er talið líklegt að hann taki sér lengri tíma.
Baugsmálið Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira