Viðskipti erlent

Stofna veitu til höfuðs YouTube

Bandarískar sjónvarpsstöðvar áætla nú að stofna vefveitu til höfuðs YouTube. NBC og Fox áætla að selja þætti á borð við 24, House og Heroes á vefnum sem og vinsælar kvikmyndir. Tilgangurinn er að hafa betri stjórn á dreifingu efnis á vefnum.

Viacom dreifingarfyrirtækið fór nýverið í skaðabótamál við YouTube, þeir krefjast eins milljarðs dollara í skaðabætur fyrir ólöglega dreifingu á höfundarréttarvörðu efni. Viacom á meðal annars MTV-sjónvarpsstöðina og Nickelodeon. Þeir segja að um 160 þúsund höfundarréttarvörð myndskeið frá þeim hafi verið sett á YouTube og horft á þau 1,500.000.000 sinnum. Google, eigendur YouTube, segjast hinsvegar sannfærðir um að YouTube hafi virt rétt höfundarréttarhafa.

Viacom hafa sagst taka frumkvæði sjónvarpsstöðvanna fagnandi, að það sé gott að þær taki málin í sínar hendur til að verja rétt sinnn. Vefrýnar segja að ólíklegt sé að aðsókn á YouTube muni nokkuð minnka við þetta og segja enn mikið svigrúm á þessum markaði, það hafi YouTube þegar sannað með ógnarhröðum uppgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×