Erlent

Dæmdir fyrir að hálshöggva skólastúlkur

Indónesískur dómstóll dæmdi í morgun þrjá íslamska öfgamenn fyrir að myrða þrjár kristnar skólastúlkur á eynni Sulawesi árið 2005.

Mennirnir, eru sagðir tilheyra hinum herskáu samtökum Jemaah Islamiyah. Þeir hálshjuggu stúlkurnar úti á akri og fóru svo með höfuð þeirra í nærliggjandi þorp. Þar voru þau skilin eftir ásamt orðsendingu um að fleiri slíkra árása væri að vænta.

Róstusamt hefur verið á milli kristinna og múslima á Sulawesi undanfarin ár en þessi morð vöktu sérstaka athygli í landinu enda voru þau afar óhugnanleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×