Markaðir jafna sig eftir dýfu 15. mars 2007 10:01 Úr Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa að mestu jafnað sig eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Nokkrir þættir skýra lækkanirnar vestanhafs í vikubyrjun sem leiddi út til alþjóðlegra markaða. Í fyrsta lagi jukust vanskil á fasteignalánamarkaði umtalsvert auk þess sem samdráttur var í smásöluverslun á sama tíma. Vanskilin voru mest á þeim lánamarkaði sem veitir þeim einstaklingum í Bandaríkjunum lán sem eiga sér slæma greiðslusögu og hafa lent á svörtum lista hjá lánastofnunum. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,1 prósent við lokun markaða í gær. Þetta er talsverður viðsnúngur frá gærdeginum en þá féll hún um tæp þrjú prósent. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,37 prósent. CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,5 prósent en DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,7 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær eða um tæp tvö prósent. Greinendur eru á einu máli að markaðirnir séu viðkvæmir fyrir minnstu hreyfing. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,80 prósentustig í Kauphöll Íslands það sem af er dags og stendur vísitalan nú í 7.389 stigum. Gengi hlutabréfa í flestum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hefur hækkað í dag að Actavis undanskildu. Mest hefur gengi bréfa hækkað í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, eða um 2,15 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa að mestu jafnað sig eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Nokkrir þættir skýra lækkanirnar vestanhafs í vikubyrjun sem leiddi út til alþjóðlegra markaða. Í fyrsta lagi jukust vanskil á fasteignalánamarkaði umtalsvert auk þess sem samdráttur var í smásöluverslun á sama tíma. Vanskilin voru mest á þeim lánamarkaði sem veitir þeim einstaklingum í Bandaríkjunum lán sem eiga sér slæma greiðslusögu og hafa lent á svörtum lista hjá lánastofnunum. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,1 prósent við lokun markaða í gær. Þetta er talsverður viðsnúngur frá gærdeginum en þá féll hún um tæp þrjú prósent. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,37 prósent. CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,5 prósent en DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,7 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær eða um tæp tvö prósent. Greinendur eru á einu máli að markaðirnir séu viðkvæmir fyrir minnstu hreyfing. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,80 prósentustig í Kauphöll Íslands það sem af er dags og stendur vísitalan nú í 7.389 stigum. Gengi hlutabréfa í flestum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hefur hækkað í dag að Actavis undanskildu. Mest hefur gengi bréfa hækkað í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, eða um 2,15 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira