Erlent

El Baradei farinn frá Pyongyang

Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar
Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar AP
Mohammed El Baradei yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofunarinnar er farinn frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu eftir tveggja daga viðræður við stjórnvöld þar um kjarnorkumál og áætlanir um að slökkva á eina kjarnaofni landsins. El Baradei gat ekki hitt aðal kjarnorkusamningamann landsins, sem sagðist of önnum kafinn til að hitta hann.

Embættismenn sögðu hann hafa verið að undirbúa sig fyrir frekari viðræður sexveldanna um kjarnorkumál landsins. Í staðinn hitti El Baradei annan varautanríkisráðherra landsins. Aðalsamningamaður Bandaríkjanna í málinu, Christopher Hill, sagði það vita á gott að stjórnvöld í Pyongyang hefðu tekið á móti El Baradei.

El Baradei kemur til Peking í Kína síðar í dag þar sem hann mun vitna um árangur viðræðnanna. Samið var um það í viðræðum sexveldanna fyrir um mánuði síðan að Norður-Kórea leggði kjarnorkuáætlanir sínar alfarið á hilluna í skiptum fyrir efnahagsaðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×