Vitnaleiðslur í Baugsmálinu riðlast 13. mars 2007 16:54 Jón H. B. Snorrason kom í héraðsdóm í dag til að bera vitni í málinu en varð frá að hverfa vegna þess að vitnaleiðslur höfðu riðlast töluvert. MYND/Stöð 2 Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum. Baugsmálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Skýrslutökur af vitnum í Baugsmálinu hafa riðlast töluvert eftir daginn í dag og þurftu bæði Jónína Benediktsdóttir og Jón B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, frá að hverfa þar sem vitnaleiðslur yfir tveimur lögreglumönnum tóku mun lengri tíma en áætlað var. Báðir höfnuðu lögreglumennirnir því að rannsókn Baugsmálsins hefði verið frábrugðin öðrum málum og sögðu. Samkvæmt upphaflegri áætlun átti að yfirheyra 11 vitni í dag en ákveðið hafði verið fyrir daginn í dag að þrjú þeirra kæmu fyrir dóminn síðar. Fyrstur í vitnastúku í morgun var Arnar Jensson sem gengdi starfi aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá efnahagsbrotadeild þar til á síðasta ári. Hafði verið gert ráð fyrir rúmum hálftíma í yfirheyrslur yfir honum. Þær stóðu hins vegar fram til klukkan tvö í dag og spurðu verjendur þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar hann ítarlega út í rannsókn málsins, meðal annars hvers vegna tiltekin vitni tengd ákæruliðum í málinu hefðu ekki verið kölluð til yfirheyrslu og hvers vegna tilteknir tölvupóstar hefðu ekki verið rannsakaðir frekar en þeir áttu að mati verjenda að varpa frekari ljósi á nokkur þau atriði sem ákært er fyrir. Eftir að yfirheyrslum yfir Arnari lauk var komið að Sveini Ingiberg Magnússyni, lögreglufulltrúa hjá Ríkislögreglustjóra, sem kom einnig mikið að rannsókn málsins. Hann var eins og Arnar spurður ítarlega út í aðkomu sína að málinu og er vitnaleiðslum yfir honum ekki lokið þar sem Jakob Möller, verandi Tryggva Jónssonar, á eftir að spyrja hann og sömuleiðis Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Ekki liggur fyrir hvenær Sveinn kemur aftur fyrir dóminn. Upphaflega var Sveini ætlaður innan við klukkutími fyrir dómnum en ljóst er að það stóðst ekki. Þessar löngu yfirheyrslur í dag þýddu að önnur vitni sem áttu að koma fyrir dóminn urðu frá að hverfa, þar á meðal Jónína Benediktsdóttir og Jón H. B. Snorrason, fyrrverandi yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem sótti fyrra Baugsmálið fyrir héraðsdómi. Jónína kemur fyrir dóminn á föstudag en ekki hefur verið ákveðið hvenær Jón kemur þangað. Tveir af mönnunum sem áttu að bera vitni í dag koma fyrir dóminn á morgun en saksóknari og verjendur sögðu ljóst að stokka þyrfti áætlun um vitnayfirheyrslur upp vegna þessa því áætlað er að ljúka aðalmeðferð á mánudag, en enn eru í kringum 40 vitni á vitnalistanum.
Baugsmálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira