Erlent

Munkar í mauravanda

MYND/Getty Images

Búddamunkar í Malasíu eru í mestu vandræðum með að verjast árás rauðmaura - án þess að drepa þá. Munkarnir í Hong HockSee klaustrinu í Kuala Lumpur trúa ekki á ofbeldi og eru því í verulegum siðferðislegum vanda. Rauðmaurarnir hafa plagað klaustrið í heilt ár og einn munkurinn þurfti meðferð á sjúkrahúsi eftir að vera bitinn af maurunum, er haft eftir Sky fréttastofunni.

Einn munkanemanna hefur prófað að ryksuga maura upp í poka og sleppa þeim síðan út í skóginum, án árangurs.

Sjálfboðaliði í klaustrinu segir að lausn sé ekki í sjónmáli þar sem engin aðferðanna hefði virkað.

Yfirmunkurinn Boon Keng tók í sama streng og sagði að munkarnir yrðu að bera virðingu fyrir öðrum lífverum í klaustrinu.

Þetta kemur fram á fréttavef Ananova.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×