Fótbolti

Bayern Munchen og Werder Bremen skildu jöfn

Lukas Podolski, framherji Bayern, fagnar marki sínu á 7. mínútu leiksins í dag.
Lukas Podolski, framherji Bayern, fagnar marki sínu á 7. mínútu leiksins í dag. MYND/Getty

Meisturum Bayern Munchen í Þýskalandi mistókst að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna í úrvalsdeildinni í dag en þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Werder Bremen á heimavelli sínum í Munchen. Bayern spilaði einn sinn besta leik á tímabilinu og aðeins einstök óheppni og klaufaskapur upp við mark Bremen kom í veg fyrir sigur liðsins.

Lukas Podolski kom heimamönnum yfir strax á 7. mínútu en Markus Rosenberg jafnaði metin á 66. mínútu. Með sigri hefði Bayern náð að minnka forskot Schalke á toppnum niður í fjögur stig, en úrslitin þýða að munurinn er sex stig.

Schalke er með 50 stig í efsta sæti en Werder Bremen er með 47 stig í öðru sæti. Stuttgart er með 46 stig í þriðja sæti en Bayern kemur þar á eftir með 44 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×