Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hélt ekki vatni yfir frammistöðu Argentínumannsins Lionel Messi, sem skoraði þrennu í leik liðsins gegn Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, sagði Victor Valdes í marki Barcelona, hafa komið í veg fyrir sigur sinna manna.
“Þetta var mjög sérstakur leikmann fyrir Messi, að skora þrjú mörk gegn Real Madrid. Það gerist varla betra. Hann hefur magnaða hæfileika og mörkin hans björguðu okkur,” sagði Rijkaard.
“Við áttum nokkur mjög góð færi til að skora fleiri mörk en markvörður þeirra varði vel á mikilvægum augnablikum,” sagði Capello við spænska fjölmiðla, en hann var nokkur pirraður út í þá vegna þess að í gærmorgun höfðu birst fréttir þess efnis að leikurinn í gærkvöldi kynni að vera sá síðasti sem Real lék undir hans stjórn. “Fyrir ykkur get ég aldrei gert neitt rétt,” sagði Capello þungur á brún.