Eiður í hópi varamanna Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum hjá Barcelona sem tekur á móti erkifjendunum í Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það er Samuel Eto´o sem spilar í fremstu víglínu Barcelona ásamt Ronaldinho og Lionel Messi. Byrjunarlið Barcelona er óbreytt frá því í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni á þriðjudag.