Erlent

Réttað í Guantanamo-búðunum

Öryggishlið við Guantanamo fangelsið á Kúbu.
Öryggishlið við Guantanamo fangelsið á Kúbu. MYND/AP

Meintur skipuleggjandi og sá sem er talinn heilinn á bak við hriðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York verður yfirheyrður í réttarhöldum í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Auk hans verða 13 aðrir grunaðir hryðjuverkamenn yfirheyrðir.

Réttarhöldin fara fram bakvvið luktar dyr og munu segja til um hvort Khalid Sheikh Mohammed og hinir grunuðu geti flokkast sem óvinahermenn og verði þar af leiðandi færðir fyrir herrétt.

Mennirnir voru fluttir til Guantanamo eftir að hafa verið um árabil í haldi í leynilegum fangelsum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA.

Þetta eru fyrstu réttarhöld yfir mönnum í búðunum en mannréttindasamtök segja þau uppgerð. Engir verjendur verða við dóminn og er óttast að þeir þrír embættismenn innan hersins sem skipa dóminn geti stuðst við sönnunargögn sem knúin hafa verið fram með valdi.

Ekki verður dæmt út frá sekt eða sakleysi en yfirheyrslurnar eru fyrsta skref í átt að hægt sé að ákæra fangana fyrir glæpi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×