Innlent

Ósanngjörn þjóðlendustefna

Þjóðlendustefna ríkisins er ósanngjörn og henni þarf að breyta. Þetta sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndaflokksins, á málefnaráðstefnu flokksins sem hófst í morgun. Yfirskrift ráðstefnunnar er mannúðleg markaðshyggja, einstaklingurinn í öndvegi og munu ýmsir fræðimenn flytja erindi um ýmis þjóðfélagsleg mál svo sem eins skatta og velferð, landnýtingu og landvernd og alþjóðavæðingu.

Það var formaður Frjálskynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, sem setti ráðstefnuna. Hann kom víða við í setningarræðu sinni og tók meðal annars undir kröfur eldri borgara og öryrkja um að tryggt verði að tekjur þessa hóps skerði ekki bætur frá Tryggingastofnun. Þá sagði hann þjóðlendustefnu stjórnvalda ósanngjarna og að eignir manna verði ekki með neinum réttlátum rökum af þeim teknar. Eins og staðan væri nú þá væri aðeins hægt losa stjórnarflokkana frá málinu með ríkisstjórnarskiptum. Á ráðstefnunni mátti sjá fjölmarga þekkta einstaklinga úr hinu pólitíska samfélagi fylgjast með af áhuga. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel Reykjavík og stendur til klukkan fimm í dag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×