Botnar ekkert í húsleit Samkeppniseftirlitsins 2. mars 2007 18:30 Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð. Fréttir Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Sveit manna frá Samkeppniseftirlitinu birtist fyrirvaralaust í morgun á öllum stærstu ferðaskrifstofum landsins og Samtökum ferðaþjónustunnar. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt samráð. Framkvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar segir samkeppnina aldrei hafa verið grimmari. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist ekkert botna í húsleitinni. Samkeppniseftirlitið mætti klukkan níu í morgun á þrjá staði, til Heimsferða og Terra nova í Skógarhlíðinni, á skrifstofur Heimsferða og Plúsferða í Lágmúla og til Samtaka ferðaþjónustunnar. Þar sátu útsendarar eftirlitsins lungann úr deginum, skoðuðu skjöl og tölvupósta, tóku afrit og höfðu á brott með sér í kassavís. Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar, segir starfsfólki vissulega hafa verið brugðið í morgun. Hann segir ekkert ólögmætt samráð hafa átt sér stað. Þess vegna sé honum þrátt fyrir allt rótt enda með hreina samvisku. Það sé í sjálfu sér ágætt að eftirlitið skoði þennan markað enda komi þá líklega í ljós að samkeppnin hafi aldrei verið grimmari en nú um stundir. Forráðamenn Heimsferða og Terranova vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í ólögmætri háttsemi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir starfsmenn hafa aðstoðað eftirlitið í dag. Enda sé það alveg ljós að Samtökin séu ekki vettvangur ólöglegs verðsamráðs eða annarra lögbrota. Meðal athugasemda eftirlitsins var fundur sem Samtök ferðaþjónustunnar héldu í fyrra að frumkvæði Neytendastofu vegna kvartana frá neytendum um hækkanir á ferðum vegna gengisbreytinga. Fundurinn snerist um að auðvelda aðgang neytenda að upplýsingum, segir Erna. Eins þótti efitrlitinu óeðlilegt þegar Samtökin birtu í fréttabréfi samtakanna í síðustu viku reikniformúlu til að auðvelda mönnum útreikning á lækkun virðisaukaskatts til að lækka matarverð. Ernu þykir einkennilegt að samtökin megi ekki senda frá sér slíka reikniformúlu, hún sé eingöngu hugsuð til að auðvelda mönnum flókna útreikninga. Hún vísar öllum athugasemdum Samkeppniseftirlitsins á bug. "Ég eiginlega botna ekkert í þeim."Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að húsleitin hefði farið fram í samræmi við úrskurð frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann vildi ekki tjá sig frekar um húsleitina - nema að hún beindist að grun um ólögmætt samráð.
Fréttir Innlent Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira