Úrslit úr Hraðafimi í Meistaradeildinni 2. mars 2007 07:38 Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sigurður Sigurðarson var með besta tímann eftir forkeppni en þrjár felldar hindranir urðu til þess að Viðar Ingólfsson, sem var með næst besta tímann en engar fellda hindrun skaust uppfyrir hann og var því efstur eftir forkeppnina. Sigurður var á Yl frá Akranesi og Viðar á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Ingu frá Krossi. Sölvi Sigurðarson með Óða-Blesa frá Lundi sem virðist aldeilis ætla að fleyta þjálfara sínum og knapa langt í öllum þeim verkefnum sem þeir félagar taka sér fyrir hendur, voru í þriðja sætinu eftir forkeppni. Þorvaldur Árni og Fiðla frá Margrétarhofi voru í fjórða sætinu en Jóhann í því áttunda. Í úrslitum byrja allir með hreint borð og því var baráttan háð á ný og allt gat gerst. Jóhann lagði allt undir og reið Viktoríu frá Skammbeinsstöðum á besta tíma kvöldsins og einungis með eina fellda hindrun. Þessi tími var því sú viðmiðun sem knapar reyndu að ná í úrslitunum en engum tókst en Þorvaldur Árni var einungis einu sekúndubroti frá takmarkinu og með enga fellda hindrun sem þýddi það að ef Þorvaldur hefði jafnað tíma Jóhanns hefði það ýtt honum niður í þriðja sætið á refsistigum og Þorvaldur orðið sigurvegari. Viðar varð þriðji, Sölvi fjórði og Sigurbjörn Bárðarson fimmti. Mikil stemning var í höllinni og brautin prúðmannlega riðin og ekki mátti sjá grófa reiðmennsku þó síður sé. Þessi grein er sérstaklega áhorfendavæn, gengur hratt fyrir sig og reiðmennskan skiptir hér meira máli heldur en gæði hestsins að því marki að hesturinn sé beittur áfram, þjáll og lipur. Eftir keppni kvöldsins er Þorvaldur Árni búinn að koma sér vel fyrir á toppi deildarinnar með 22 stig. Sigurður Sigurðarson er annar með 17 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 16 stig. Stigakeppnin: 1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22 stig 2 Sigurður Sigurðarson 17 stig 3 Viðar Ingólfsson 16 stig 4 Sölvi Sigurðarson 13 stig 5 Jóhann G. Jóhannesson 13 stig 6 Atli Guðmundsson 11 stig 7 Sigurbjörn Bárðarson 9 stig 8 Hinrik Bragason 5 stig 9 Hulda Gústafsdóttir 4 stig 10 Ríkharður Flemming Jensen 4 stig 11 Sigurður V. Matthíasson 2 Stig 12 Elsa Magnúsdóttir 1 Stig Lið Kaupþings hlaut flest stig í liðakeppni kvöldsins eða 80 talsins. Icelandair fylgdi fast á hælum þess með 79 stig, Málning hlaut 76 stig og Lið IB.is 69 stig. Heildarstigakeppnin stendur því þannig eftir þrjú fyrstu mótin: Lið Kaupþings 246 stig. Lið Málningar 231 stig. Lið Icelandair 227 stig. Lið IB.is 196 stig. Næsta mót verður haldið eftir tvær vikur, þann 15. mars, á nýjum tíma eða klukkan 19.00 en þá verður keppt í gæðingafimi. Hestar Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Smalinn (hraðafimi) er nýstárlegt grein í augum hestaíþrótta en það virtist ekki skipta máli í Meistaradeild VÍS þar sem Ölfushöllinn var full sem fyrr af áhugasömum áhorfendum. Það voru félagar úr Ölfusinu sem hrepptu þrjú efstu sætin í keppninni en þeir þjálfa allir á sama afleggjaranum, og spurning hvort hér sé um tilviljun að ræða eða leynilega herkænsku og/eða stífar æfingar fyrir mótið. Sigurður Sigurðarson var með besta tímann eftir forkeppni en þrjár felldar hindranir urðu til þess að Viðar Ingólfsson, sem var með næst besta tímann en engar fellda hindrun skaust uppfyrir hann og var því efstur eftir forkeppnina. Sigurður var á Yl frá Akranesi og Viðar á hryssu úr ræktun fjölskyldunnar, Ingu frá Krossi. Sölvi Sigurðarson með Óða-Blesa frá Lundi sem virðist aldeilis ætla að fleyta þjálfara sínum og knapa langt í öllum þeim verkefnum sem þeir félagar taka sér fyrir hendur, voru í þriðja sætinu eftir forkeppni. Þorvaldur Árni og Fiðla frá Margrétarhofi voru í fjórða sætinu en Jóhann í því áttunda. Í úrslitum byrja allir með hreint borð og því var baráttan háð á ný og allt gat gerst. Jóhann lagði allt undir og reið Viktoríu frá Skammbeinsstöðum á besta tíma kvöldsins og einungis með eina fellda hindrun. Þessi tími var því sú viðmiðun sem knapar reyndu að ná í úrslitunum en engum tókst en Þorvaldur Árni var einungis einu sekúndubroti frá takmarkinu og með enga fellda hindrun sem þýddi það að ef Þorvaldur hefði jafnað tíma Jóhanns hefði það ýtt honum niður í þriðja sætið á refsistigum og Þorvaldur orðið sigurvegari. Viðar varð þriðji, Sölvi fjórði og Sigurbjörn Bárðarson fimmti. Mikil stemning var í höllinni og brautin prúðmannlega riðin og ekki mátti sjá grófa reiðmennsku þó síður sé. Þessi grein er sérstaklega áhorfendavæn, gengur hratt fyrir sig og reiðmennskan skiptir hér meira máli heldur en gæði hestsins að því marki að hesturinn sé beittur áfram, þjáll og lipur. Eftir keppni kvöldsins er Þorvaldur Árni búinn að koma sér vel fyrir á toppi deildarinnar með 22 stig. Sigurður Sigurðarson er annar með 17 stig og Viðar Ingólfsson þriðji með 16 stig. Stigakeppnin: 1 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22 stig 2 Sigurður Sigurðarson 17 stig 3 Viðar Ingólfsson 16 stig 4 Sölvi Sigurðarson 13 stig 5 Jóhann G. Jóhannesson 13 stig 6 Atli Guðmundsson 11 stig 7 Sigurbjörn Bárðarson 9 stig 8 Hinrik Bragason 5 stig 9 Hulda Gústafsdóttir 4 stig 10 Ríkharður Flemming Jensen 4 stig 11 Sigurður V. Matthíasson 2 Stig 12 Elsa Magnúsdóttir 1 Stig Lið Kaupþings hlaut flest stig í liðakeppni kvöldsins eða 80 talsins. Icelandair fylgdi fast á hælum þess með 79 stig, Málning hlaut 76 stig og Lið IB.is 69 stig. Heildarstigakeppnin stendur því þannig eftir þrjú fyrstu mótin: Lið Kaupþings 246 stig. Lið Málningar 231 stig. Lið Icelandair 227 stig. Lið IB.is 196 stig. Næsta mót verður haldið eftir tvær vikur, þann 15. mars, á nýjum tíma eða klukkan 19.00 en þá verður keppt í gæðingafimi.
Hestar Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira