Dómaraskotin verða fastari 1. mars 2007 15:08 Dómararnir 3, Ellý, Einar og Páll Óskar hafa nóg að gera á föstudagskvöldum. Sjötta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Sjö atriði eru eftir og margir eru á því að línur séu farnar að skýrast. Í síðastu umferð var það Johanna hin sænska sem féll úr keppni. Hún hafnaði í öðru af tveimur neðstu sætunum, ásamt dúettnum Gís. Þegar kom til þess að dómarnir þyrftu að gera upp á milli þeirra þá valdi Ellý vitanlega að senda Gís heim og halda Johonnu sinni og Palli valdi að senda Johonnu heim og halda Gís-hópnum sínum. Það kom því í hlut Einar Bárðarsonar að fara með úrslitavaldið, enn og aftur. Eftir talsverða íhugun ákvað Einar að senda Johonnu heim. Einar lýsir því í bloggi sínu, bæði í Idol-blogginu á www.minnsirkus.is og á heimasíðu sinni, að þessi erfiða ákvörðun hans hefði ráðist af því að Johanna væri einfaldlega búinn að lenda of oft í tveimur neðstu sætunum, auk þess sem hún klikkaði illa á textanum í viðlaginu á flutningi lagsins "With or Without You" með U2. Einar bendir á að hann hafi tvisvar sinnum verið búinn að leysa Johonnu úr snörunni, en nú hafi tími hennar einfaldlega verið kominn. En í bloggi sínu, sem hann ritaði eftir þáttinn, bendir hann á að hann telji þetta brösótta gengi Johonnu ekkert hafa með hana að gera: "Ef hún hefði verið okkar hópi hefðum við farið aðra leið og þá sérstaklega aðra leið í lagavali. Ég er viss um að hún hefði náð miklu betri árangri með okkur." Þar beinir Einar augljóslega spjótum sínum að Ellý og hennar fólki og skellir sumpart skuldinni á taktík þeirra. Spennandi verður að sjá hvort Ellý svari fyrir þessar ásakanir; fullyrðingar Einars um að Johonnu hefði verið betur borgið undir hans handleiðslu. Þá segist Pall sannfærðum um í bloggi sínu að Johanna þurfi engar áhyggjur að hafa, þótt hún sé fallin úr þessari keppni, hún semji sín eigin lög og að öll slík sköpun veiti á gott. Palli furðar sig einnig í bloggi sínu á því hvers vegna þjóðin skuli ekki meta Gís-dúettinn af meiri verðleikum en raun ber vitni. Tvisvar sinnum hafa þær vinkonur hafnað í tveimur neðstu sætunum en Palli segir af og frá að það hafi nokkuð með það að gera að fólk telji þær skorta sönghæfileika. "Það fer ekki á milli mála að Gís stelpurnar, Guðný Pála og Íris Hólm, eru brjálæðislega góðar söngkonur. Það datt því af mörgum andlitið - og mér líka - þegar þær reyndust vera meðal tveggja neðstu ásamt Jóhönnu." En Palli er með kenningu um það hver vandi þeirra er. Hann telur þær eiga við "ímyndarvanda" að glíma. Að allir hinir keppendurnir hefðu skapað sér ímynd - á meðan ímynd Gís væri ekki eins augljós. Það sýndi mikilvægi ímyndarinnar, hversu nauðsynlegt það væri að finna sér hlutverk í svona keppni. En Palli segir klárt mál að Gís hafi ímynd og það sterka ímynd; þær væru einu rokksöngraddirnar í keppninni og því væru þær "rokkgellurnar" eða "the rock chicks", eins og hann kallar þær sjálfur. "Þær eru einu söngraddirnar sem geta blastað og beltað erfiðustu rokklögum mannkynssögunnar. Þetta er þeirra sérstaða í X-Factor keppninni." Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sjötta úrslitakvöldið í X-Factor fer fram í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á morgun föstudag. Sjö atriði eru eftir og margir eru á því að línur séu farnar að skýrast. Í síðastu umferð var það Johanna hin sænska sem féll úr keppni. Hún hafnaði í öðru af tveimur neðstu sætunum, ásamt dúettnum Gís. Þegar kom til þess að dómarnir þyrftu að gera upp á milli þeirra þá valdi Ellý vitanlega að senda Gís heim og halda Johonnu sinni og Palli valdi að senda Johonnu heim og halda Gís-hópnum sínum. Það kom því í hlut Einar Bárðarsonar að fara með úrslitavaldið, enn og aftur. Eftir talsverða íhugun ákvað Einar að senda Johonnu heim. Einar lýsir því í bloggi sínu, bæði í Idol-blogginu á www.minnsirkus.is og á heimasíðu sinni, að þessi erfiða ákvörðun hans hefði ráðist af því að Johanna væri einfaldlega búinn að lenda of oft í tveimur neðstu sætunum, auk þess sem hún klikkaði illa á textanum í viðlaginu á flutningi lagsins "With or Without You" með U2. Einar bendir á að hann hafi tvisvar sinnum verið búinn að leysa Johonnu úr snörunni, en nú hafi tími hennar einfaldlega verið kominn. En í bloggi sínu, sem hann ritaði eftir þáttinn, bendir hann á að hann telji þetta brösótta gengi Johonnu ekkert hafa með hana að gera: "Ef hún hefði verið okkar hópi hefðum við farið aðra leið og þá sérstaklega aðra leið í lagavali. Ég er viss um að hún hefði náð miklu betri árangri með okkur." Þar beinir Einar augljóslega spjótum sínum að Ellý og hennar fólki og skellir sumpart skuldinni á taktík þeirra. Spennandi verður að sjá hvort Ellý svari fyrir þessar ásakanir; fullyrðingar Einars um að Johonnu hefði verið betur borgið undir hans handleiðslu. Þá segist Pall sannfærðum um í bloggi sínu að Johanna þurfi engar áhyggjur að hafa, þótt hún sé fallin úr þessari keppni, hún semji sín eigin lög og að öll slík sköpun veiti á gott. Palli furðar sig einnig í bloggi sínu á því hvers vegna þjóðin skuli ekki meta Gís-dúettinn af meiri verðleikum en raun ber vitni. Tvisvar sinnum hafa þær vinkonur hafnað í tveimur neðstu sætunum en Palli segir af og frá að það hafi nokkuð með það að gera að fólk telji þær skorta sönghæfileika. "Það fer ekki á milli mála að Gís stelpurnar, Guðný Pála og Íris Hólm, eru brjálæðislega góðar söngkonur. Það datt því af mörgum andlitið - og mér líka - þegar þær reyndust vera meðal tveggja neðstu ásamt Jóhönnu." En Palli er með kenningu um það hver vandi þeirra er. Hann telur þær eiga við "ímyndarvanda" að glíma. Að allir hinir keppendurnir hefðu skapað sér ímynd - á meðan ímynd Gís væri ekki eins augljós. Það sýndi mikilvægi ímyndarinnar, hversu nauðsynlegt það væri að finna sér hlutverk í svona keppni. En Palli segir klárt mál að Gís hafi ímynd og það sterka ímynd; þær væru einu rokksöngraddirnar í keppninni og því væru þær "rokkgellurnar" eða "the rock chicks", eins og hann kallar þær sjálfur. "Þær eru einu söngraddirnar sem geta blastað og beltað erfiðustu rokklögum mannkynssögunnar. Þetta er þeirra sérstaða í X-Factor keppninni."
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira