Innlent

Vantar starfsfólk á Hrafnistu

Dýrmæt dvalar- og hjúkrunarrými eru ónotuð á meðan hundruð manna bíða eftir vistun, jafnvel bráðveikt fólk heima við sem getur eingöngu treyst á aðhlynningu ættingja. Ástæðan er að ekki tekst að manna umönnunarstöður og er lélegum launum kennt um. Ástandið hefur ekki verið verra í þrjátíu ár, segir forstöðumaður Hrafnistu.

Á fimmta hundrað eldri borgarar eru í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými - frárveikt fólk sem jafnvel er heima við og þarf að reiða sig á maka eða aðra aðstandendur með sína aðhlynningu. Þrátt fyrir bullandi góðæri í hagtölunum er velferðarnetið sem á að taka við þessu fólki gatslitið og fúið. Þó gangskör sé gerð í að byggja hjúkrunarrými - dugir það eitt ekki til.

Erfitt er að fá heildaryfirsýn yfir stöðuna en þó hafa vanir menn ekki séð það svartara. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur fylgst með velferðarmálum aldraða lengi og segir stöðuna áfellisdóm yfir núverandi ríkisstjórn. Það þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna jafnvonda stöðu í mönnunarmálum starfsmanna hjá Hrafnistu í Hafnarfirði.

Þó að nú blasi við átak í að fjölga hjúkrunarrýmum á næstu árum dugir það tæpast til að eyða biðlistum - auk þess eru kröfur um að fjölbýlum á vistheimilum fjölgi orðnar háværari. Ofan á allt tekst svo ekki að manna einu sinni svo hægt sé að nýta rýmin sem eru til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×