Viðskipti erlent

Dow Jones hríðfellur

MYND/AP

Dow Jones vísitalan bandaríska lækkaði mest um 537 stig í dag eða rúmlega 4 prósent. Hún hefur þó eitthvað tekið við sér og er lækkunin nú rúmlega 370 stig eða tæp þrjú prósent. Ástæður fyrir þessu eru taldar vera líkur á því að bandarískt efnahagslíf gæti farið að hægja á sér.

Fall á mörkuðum í Kína í dag og í og í gær er líka talið hafa áhrif. Aðrar bandarískar vísitölur hafa líka fallið í dag, svo sem Standards & Poor sem féll um 42 stig eða tæp þrjú prósent. Nasdaq vísitalan féll einnig um rúm þrjú prósent í dag.

Hægt er að fylgjast með þróun Dow Jones vísitölunnar hér.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×