Innlent

Þurftu samþykki Fjármálaeftirlitsins

Sú ákvörðun Sparisjóðs Svarfdæla að gefa Dalvíkurbyggð eitt stykki menningarhús er einstæð í sögu fjármálafyrirtækis. Leita þurfti samþykkis Fjármálaeftirlitsins áður en ákvörðunin var tekin.

Húsið mun kosta um 200 milljónir króna og verður tekið í notkun um mitt næsta ár. Það er 700 fermetrar að stærð og er hannað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt.

Ástæðan fyrir gjöfinni er methagnaður Sparisjóðs Svarfdæla árið 2006 en hagnaður eftir skatta nam 902 milljónum króna og munar þar mestu um bréf sparisjóðsins í Kaupþingi og Exista.

Sakir þess að um einstæðan gjörning er að ræða þurfti a leita samþykkis Fjármáleftirlitsins fyrir gjöfinni en fram til þessa hafa meningarhús verið ríkisstyrkt.

Nú er að rísa myndarlegt menningarhús á Akureyri, tiltölulega skammt frá Dalvík, en Dalvíkingar neita því að þeir séu að fara í einhverja menningarlega samkeppni við Akureyringa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×