Innlent

Tekist á um konur

Tekist var á um það á Alþingi í dag hvaða stjórnmálaflokkur hefði á að skipa flestum konum fyrir kosningarnar í vor. Þingmenn Framsóknarflokksins sögðust hafa vinninginn hvað varðar leiðtogasæti en fulltrúar stjórnarandstöðunnar bentu á að til að halda jöfnu hlutfalli kynjanna, mætti flokkurinn ekki fá fleiri en einn þingmann í hverju kjördæmi.

Guðjón Ólafur Jónsson Framsóknarflokki hóf umræðuna en nýliðinn landsfundur Vinstri grænna varð honum kveikja að stöðu kvenna innan flokkanna. Sæunn Stefánsdóttir flokkssystir hans sagði Framsókn til dæmis hafa jafn margar konur og karla í ráðherrastóli og svo kom heilbrigðisráðherra með sína skýringu á málflutningi Samfylkingar og Vinstri grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×