Innlent

Ný sjónvarpsstöð í loftið

Ný íslensk sjónvarpsstöð fór í loftið í dag. ÍNN heitir hún. Stjarna stöðvarinnar er landsins þekktasti strigakjaftur, Ingvi Hrafn Jónsson.

Ætla má að menn og málefni eigi eftir að fá það óþvegið uppi á annarri hæð á Fiskislóð 14 á næstunni en klukkan tvö í dag fór þar í loftið ný íslensk sjónvarpsstöð. ÍNN - Íslands nýjasta nýtt verður talmálsstöð um þjóðfélagsmál, segir Ingvi Hrafn Jónsson, einn af stofnendum stöðvarinnar. Á dagskránni verður eingöngu Hrafnaþing til að byrja með en þegar fram líða stundir gera aðstandendur ráð fyrir því að selja fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum útsendingartíma. Innan við tíu milljónir kostaði að koma stöðinni á laggirnar segja aðstandendur en hún nær til 40.000 heimila á Breiðbandi Símans. Þá verður fljótlega hægt að ná henni líka á www.inntv.is og sömuleiðis í gegnum afruglara Digital Ísland.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×