Erlent

Eldgos á Ítalíu

Eldgos er hafið á Stromboli eynni nálægt norðurströnd Sikileyjar á Ítalíu. Tveir gígar hafa myndast við tind eldfjallsins og hraun rennur í sjóinn. Almannavarnir hafa sett af stað viðbragðsáætlun og strandgæslan hefur sent tvo báta á staðinn. Ekki er talin hætta á ferðum, en samkvæmt heimildum BBC hefur íbúunum, sem telja 750 manns, verið sagt að halda sig frá ströndinni.

Hrun varð í síðasta eldgosi á eynni árið 2002 sem leiddi til tíu metra hárrar flóðbylgju og olli alvarlegum skemmdum á þorpi á norðurhluta eyjarinnar.

Fréttaritari BBC í Róm sagði að eldgosið teygði sig niður vesturhluta fjallsins og stofnar ekki íbbúunum í hættu. Sérfræðingar telja þó að fylgjast þurfi vel með framvindunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×