Dagur tónlistarskólanna 27. febrúar 2007 12:11 Lára Sóley Jóhannsdóttir leikur einkleik í vetrinum eftir Vivaldi. Nú um helgina, dagana 3.-4. mars stendur mikið til hjá Tónlistarskólanum á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tónlistarskólinn heldur hátíðlegan dag tónlistarskólanna með tónleikum í Ketilhúsinu laugardaginn 3. mars þar sem verða tónleikar í gangi allan daginn, nemendur á öllum stigum koma fram og mikil fjölbreytni í tónlist og hljóðfærum sem leikið er á. Verða tónleikar haldnir á klukkutíma fresti, alls 6 tónleikar. Fyrstu tónleikarnir verða kl. kl. 11:00, þá munu blásarasveitir skólans leika og kl. 15:00 koma fram yngri strengjasveitir skólans. Kl. 13:00, 14:00 og 16:00 er blönduð efnisskrá, flytjendur á ýmsum aldri og fjölbreytni í hljóðfærum mikil. Lokatónleikar dagsins hefjast kl. 17:00 og eru þeir tónleikar til styrktar minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur sem var píanónemandi við skólann en lést af slysförum í London þar sem hún stundaði framhaldsnám í píanóleik. Á tónleikunum koma fram nemendur í framhaldsdeild skólans. Ókeypis er á alla tónleikana í Ketilhúsinu en tekið á móti frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð. Tónlistarveislan heldur áfram sunnudaginn 4. mars. Þá stilla saman strengi sína Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri með tónleikum í Akureyrarkirkju kl. 16:00. Á þessum tónleikum kemur fram strengjasveit SN ásamt strengjasveit TA sem skipuð er nemendum á aldrinum 15-17 ára. Einleikari á fiðlu er Lára Sóley Jóhannsdóttir en hún leikur einleik í Vetrinum eftir Vivaldi. Á efnisskránni er einnig tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Otto Respighi., T. Albinoni, Mascagni og B. Briten. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Lára Sóley Jóhannsdóttir hóf fiðlunám sitt við Tónlistarskóla Húsavíkur. Þar lærði hún hjá Sigríði Einarsdóttur og Valmari Väljaots. Hún lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri árið 2001 og nam samtímis fiðluleik hjá Önnu Podhajsku í Tónlistarskólanum á Akureyri. Haustið 2001 hélt Lára til London og sótti einkatíma hjá Martin Loveday og ári síðar hóf hún nám í The Royal Welsh College of Music and Drama og lauk þaðan BMus Honours gráðu sumarið 2006. Við útskrift hlaut Lára „The Peter Esswood Price" fyrir góðan námsárangur. Lára lék í þrjú ár með Sinfonia Cymru sem skipuð er nemendum úr öllum helstu tónlistarháskólum Bretlands og hefur leikið með fjölda kammerhópa. Píanótríó hennar, the James Trio vann árið 2006 kammertónlistarkeppni "The Cavatina Chamber Music Trust". Lára Sóley starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskólann á Akureyri. Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nú um helgina, dagana 3.-4. mars stendur mikið til hjá Tónlistarskólanum á Akureyri og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tónlistarskólinn heldur hátíðlegan dag tónlistarskólanna með tónleikum í Ketilhúsinu laugardaginn 3. mars þar sem verða tónleikar í gangi allan daginn, nemendur á öllum stigum koma fram og mikil fjölbreytni í tónlist og hljóðfærum sem leikið er á. Verða tónleikar haldnir á klukkutíma fresti, alls 6 tónleikar. Fyrstu tónleikarnir verða kl. kl. 11:00, þá munu blásarasveitir skólans leika og kl. 15:00 koma fram yngri strengjasveitir skólans. Kl. 13:00, 14:00 og 16:00 er blönduð efnisskrá, flytjendur á ýmsum aldri og fjölbreytni í hljóðfærum mikil. Lokatónleikar dagsins hefjast kl. 17:00 og eru þeir tónleikar til styrktar minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur sem var píanónemandi við skólann en lést af slysförum í London þar sem hún stundaði framhaldsnám í píanóleik. Á tónleikunum koma fram nemendur í framhaldsdeild skólans. Ókeypis er á alla tónleikana í Ketilhúsinu en tekið á móti frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð. Tónlistarveislan heldur áfram sunnudaginn 4. mars. Þá stilla saman strengi sína Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri með tónleikum í Akureyrarkirkju kl. 16:00. Á þessum tónleikum kemur fram strengjasveit SN ásamt strengjasveit TA sem skipuð er nemendum á aldrinum 15-17 ára. Einleikari á fiðlu er Lára Sóley Jóhannsdóttir en hún leikur einleik í Vetrinum eftir Vivaldi. Á efnisskránni er einnig tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Otto Respighi., T. Albinoni, Mascagni og B. Briten. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Lára Sóley Jóhannsdóttir hóf fiðlunám sitt við Tónlistarskóla Húsavíkur. Þar lærði hún hjá Sigríði Einarsdóttur og Valmari Väljaots. Hún lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri árið 2001 og nam samtímis fiðluleik hjá Önnu Podhajsku í Tónlistarskólanum á Akureyri. Haustið 2001 hélt Lára til London og sótti einkatíma hjá Martin Loveday og ári síðar hóf hún nám í The Royal Welsh College of Music and Drama og lauk þaðan BMus Honours gráðu sumarið 2006. Við útskrift hlaut Lára „The Peter Esswood Price" fyrir góðan námsárangur. Lára lék í þrjú ár með Sinfonia Cymru sem skipuð er nemendum úr öllum helstu tónlistarháskólum Bretlands og hefur leikið með fjölda kammerhópa. Píanótríó hennar, the James Trio vann árið 2006 kammertónlistarkeppni "The Cavatina Chamber Music Trust". Lára Sóley starfar nú sem fiðlukennari við Tónlistarskólann á Akureyri.
Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira