Innlent

Kópavogur gefur borgaryfirvöldum aðeins viku

Bæjarstjóri Kópavogs gefur borgaryfirvöldum aðeins þessa viku til að standa við samkomulag um lagningu Vatnsæðar um Heiðmörk. Trén, sem tekin voru upp, fari að drepast og tjón bæjarins vegna tafa sé þegar orðið umtalsvert.

Síðastliðið haust gerðu bæjarfélögin með sér samkomulag um að Reykjavík veitti Kópavogi framkvæmdaleyfi mánuði eftir að sótt yrði um það. Kópavogur sótti um í nóvember og hófust framkvæmdir eftir áramót í góðri trú á samkomulagið, að sögn Gunnars, en ekkert bóli enn á leyfinu, sem leitt hefur til þess að framkvæmdir voru stöðvaðar.

Þar á Gunnar meðal annars við 22 hektara vatnsöflunarsvæði sem bærinn lét af hendi við borgina, gegn loka samkomulagi um málið. Nú liggur fyrir að Náttúruverndarsamtök Íslands og Skógrækt ríkisins hafa kært framkvæmdina og skógræktarfélag Reykjavíkur ætlar að bíða með kæru fram á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×