Jóhannes spurður út í bátamál á Miami 26. febrúar 2007 16:58 Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs
Fréttir Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira