Erlent

Stykki vantaði í lestarteina

Starfsmenn járnbrautanna og sérfræðingar rannsóknardeildar á slysstaðnum.
Starfsmenn járnbrautanna og sérfræðingar rannsóknardeildar á slysstaðnum. MYND/AP

Lykilstykki vantaði í skiptibúnað á lestarteinunum í Cumbria á Bretlandi þar sem lest fór út af sporinu um helgina. Einn lést og fimm slösuðust alvarlega og þótti kraftaverki næst að ekki fór verr.

Sky fréttastofan greinir frá því að týnda stykkið haldi lestarteinunum í réttri fjarlægð, jafnhliða hvor öðrum. Haft er eftir sérfræðingi í lestarmálum að hluturinn sem er vanalega boltaður við teinana, finnist hvergi í nágrenni slysstaðsins.

Lestin var á leið til Glasgow í Skotlandi og mun hafa verið í fullkomnu ásigkomulagi þegar hún fór út af á um 150 km hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×