Fótbolti

Zidane spilaði í fyrsta sinn frá því á HM

Zidane leikur listir sínar fyrir leikinn í gær, við mikla aðdáun ungra knattspyrnumanna frá Asíu.
Zidane leikur listir sínar fyrir leikinn í gær, við mikla aðdáun ungra knattspyrnumanna frá Asíu. MYND/AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Zinedine Zidane spilaði í gær sinn fyrsta opinberlega knattspyrnuleik eftir að hafa verið vikið af velli í úrslitaleik HM í Þýskalandi síðasta sumar. Zidane spilaði þá í góðgerðarleik í Thailandi og þótti sýna gamalkunna takta. Á blaðamannafundi eftir leikinn neitaði Zidane að svara spurningum um framtíð sína.

Zidane hefur verið orðaður við nokkur lið í bandarísku atvinnumannadeildinni og er vitað að honum hafa verið boðnir gull og grænir skógar í Bandaríkjunum fyrir að reima á sig takkaskóna á ný. Spurður um málið í Thaílandi í gær vildi Zidane ekki svara.

"Ég vill frekar hugsa um nútíðina. Ég hef uppgötvað nýjar hliðar lífsins eftir að ég hætti í fótbolta. Ég nýt þess í botn og fæ að upplifa nýja hluti, eins og t.d. að spila í svona leik," sagði Zidane, en um var að ræða góðgerðarleik þar sem knattspyrnumenn frá Thaílandi, Indlandi, Singapore og fleiri löndum öttu kappi við kvikmyndastjörnur, tónlistarmenn og aðrar stjörnur frá Asíu. 20 þúsund manns mættu á völlinn til að berja Zidane og alla hina augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×