Fótbolti

Eiður byrjar hjá Barcelona á morgun

Eiður Smári er sagður fá tækifæri í byrjunarliði Barcelona á morgun.
Eiður Smári er sagður fá tækifæri í byrjunarliði Barcelona á morgun. Getty Images

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Barcelona þegar liðið fær Atletico Bilbao í heimsókn á Nou Camp í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Þjálfarinn Frank Rijkaard er sagður hafa verið ósáttur með frammistöðu Javier Saviola í leiknum gegn Liverpool. Samuel Eto´o og Santiago Ezquerro eru einnig í 18-manna hópi Barca fyrir leikinn.

Deco og Gianluca Zambrotta eru í leikbanni hjá meisturunum og er Rijkaard því þvingaður til að gera ákveðnar breytingar á liði sínu. Blaðið El Mundo í Katalóníu fullyrðir að vörnin verði mikið breytt í leiknum og í sókninni muni Eiður Smári koma inn í liðið í stað Saviola, auk þess sem Lionel Messi verður líklega hvíldur.

Þeir 18 leikmenn sem Rijkaard hefur valið í hópinn fyrir leikinn annað kvöld eru: Valdés, Jorquera, Puyol, Thuram, Oleguer, Sylvinho, Gio, Motta, Edmilson, Xavi, Iniesta, Ronaldinho, Saviola, Eto'o, Gudjohnsen, Giuly, Messi og Ezquerro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×