Enski boltinn

Ronaldo tryggði Man. Utd. sigur

Cristiano Ronaldo hefur reynst Man. Utd. vel í ár.
Cristiano Ronaldo hefur reynst Man. Utd. vel í ár.

Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United dýrmæt þrjú stig í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu með því að skora sigurmark liðsins gegn Fulham í dag, tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 2-1, Man. Utd. í vil, eftir að Fulham hafði komist yfir í fyrri hálfleik. Man. Utd. hefur nú níu stiga forystu á Chelsea.

Brian McBride hafði komið Fulham yfir á 19. mínútu en Ryan Giggs jafnaði metin tæpum 10 mínútum síðar. Ronaldo reyndist síðan betri en enginn þegar hann skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.

Heiðar Helguson lék síðustu 10 mínúturnar fyrir Fulham og náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Man. Utd. er nú komið með 69 stig, en Chelsea er með 60 stig og hefur leikið einum leik færra. Fulham er í 14. sæti með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×