Enski boltinn

Shevchenko er alveg eins og allir hinir

Andriy Shevchenko var frábær í leiknum gegn Porto í vikunni.
Andriy Shevchenko var frábær í leiknum gegn Porto í vikunni. MYND/Getty
Kerry Dixon, ein af helstu goðsögnum Chelsea, segir að frammistaða Andriy Shevchenko gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni sýni að úkraínski framherjinn sé kominn í sitt besta form. Dixon segir að Shevchenko sé ekkert frábrugðinn öðrum erlendum leikmönnum sem komi inn í ensku deildina - allir lendi í erfiðleikum fyrst um sinn.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hrósaði Shevchenko í hástert eftir leikinn og sagði hann á góðri leið með að verða ómissandi fyrir sitt lið. Dixon er á sama máli. "Hann lék sinn besta leik fyrir Chelsea og skoraði frábært mark. Hann er magnaður leikmaður og ég er ekki nokkrum vafa að hann mun reynast félaginu gríðarlega vel," segir Dixon.

"Eins og allir vita hafa hlutirnir ekki verið að ganga upp hjá honum en það má aldrei afskrifa leikmann eins og hann. Væri hann búinn að skora fimm mörk í viðbót væri fólk að tala um markaskor hans sem mjög viðunandi. Allir erlendir leikmenn eiga í vandræðum með að aðlagast í fyrstu. Sjáið bara hvernig Didier Drogba og Thierry Henry gekk í fyrstu og sjáið hvernig þeir eru að spila nú," segir Dixon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×